Hugsanlegt vanhæfi ráðuneytis verður skoðað 4. febrúar 2010 06:30 Ragna Árnadóttir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segist ekki telja að hún eða starfsfólk dómsmálaráðuneytisins séu vanhæf til að úrskurða um það hvort veita eigi fólki gjafsókn í málum gegn ráðuneytinu. Þetta segir hún vegna orða hæstaréttarlögmannsins Ragnars Aðalsteinssonar, sem í gær gagnrýndi meðferð ráðuneytisins á gjafsóknarumsókn íransks hælisleitanda. Hún hyggst hins vegar ætla að kanna málið betur. Hælisleitandinn hafði óskað eftir gjafsókn til að reyna að fá synjunarúrskurði Útlendingastofnunar, og síðar dómsmálaráðherra, um hælisvist hans hnekkt. Hann fékk gjafsókn í héraði, tapaði þar málinu, og vildi síðan einnig fá gjafsókn fyrir Hæstarétti. Þeirri umsókn var hafnað. Ragnar gagnrýndi þetta í fréttum RÚV í gær og sagði að þar sem dómsmál hælisleitandans var höfðað gegn ráðuneytinu hefði átt að vísa umsókn hans um gjafsókn annað. Þessu er ráðherra ósammála og bendir á að allar umsóknir um gjafsókn fari fyrir sérstaka gjafsóknarnefnd. Synji hún umsókn megi ekki veita gjafsóknina „Gjafsóknarnefnd er sjálfstæð og lýtur ekki boðvaldi ráðherra og ekki hefur hingað til verið talið að ráðuneytið eða ráðherra sé vanhæfur þegar kemur að málum sem beint er gegn því,“ segir hún. Þau mál hafi verið allnokkur í gegnum tíðina. „Og mér er ekki kunnugt um að vafi hafi fyrr risið um hæfi ráðherra eða starfsmanna ráðuneytis.“ Sjálf eigi hún ekki persónulegra hagsmuna að gæta í málinu og sé því ekki vanhæf. „Allt að einu gefur þetta mál mér tilefni til að kanna það til hlítar hvort ráðuneytið eigi að beina því til annars stjórnvalds að taka afstöðu þegar um ræðir mál sem beinist að ákvörðun sem tekin hefur verið í ráðuneytinu,“ segir hún. - sh Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segist ekki telja að hún eða starfsfólk dómsmálaráðuneytisins séu vanhæf til að úrskurða um það hvort veita eigi fólki gjafsókn í málum gegn ráðuneytinu. Þetta segir hún vegna orða hæstaréttarlögmannsins Ragnars Aðalsteinssonar, sem í gær gagnrýndi meðferð ráðuneytisins á gjafsóknarumsókn íransks hælisleitanda. Hún hyggst hins vegar ætla að kanna málið betur. Hælisleitandinn hafði óskað eftir gjafsókn til að reyna að fá synjunarúrskurði Útlendingastofnunar, og síðar dómsmálaráðherra, um hælisvist hans hnekkt. Hann fékk gjafsókn í héraði, tapaði þar málinu, og vildi síðan einnig fá gjafsókn fyrir Hæstarétti. Þeirri umsókn var hafnað. Ragnar gagnrýndi þetta í fréttum RÚV í gær og sagði að þar sem dómsmál hælisleitandans var höfðað gegn ráðuneytinu hefði átt að vísa umsókn hans um gjafsókn annað. Þessu er ráðherra ósammála og bendir á að allar umsóknir um gjafsókn fari fyrir sérstaka gjafsóknarnefnd. Synji hún umsókn megi ekki veita gjafsóknina „Gjafsóknarnefnd er sjálfstæð og lýtur ekki boðvaldi ráðherra og ekki hefur hingað til verið talið að ráðuneytið eða ráðherra sé vanhæfur þegar kemur að málum sem beint er gegn því,“ segir hún. Þau mál hafi verið allnokkur í gegnum tíðina. „Og mér er ekki kunnugt um að vafi hafi fyrr risið um hæfi ráðherra eða starfsmanna ráðuneytis.“ Sjálf eigi hún ekki persónulegra hagsmuna að gæta í málinu og sé því ekki vanhæf. „Allt að einu gefur þetta mál mér tilefni til að kanna það til hlítar hvort ráðuneytið eigi að beina því til annars stjórnvalds að taka afstöðu þegar um ræðir mál sem beinist að ákvörðun sem tekin hefur verið í ráðuneytinu,“ segir hún. - sh
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira