Fótbolti

Áfall fyrir Þjóðverja - Kolkrabbinn Paul tippar á Spán

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Spánn var það.
Spánn var það. AFP
Kolkrabbinn Paul er heitasti spámaður Evrópu. Hann er í sædýrasafni í Oberhausen í Vestur-Þýskalandi og hefur spáð rétt fyrir um alla fimm leiki Þjóðverja á HM til þessa. Nú tippar hann á Spán.

Paul fær matarkassa fyrir hvern leik og hann er sagður tippa á það lið sem kassinn er merktur. Hann hefur spáð fimm leikjum rétt og er einskonar lukkudýr Þjóðverja.

En nú spáði hann Spáni sigri í undanúrslitunum á morgun og skelfir þetta líklega Þjóðverja fyrir leikinn svo um munar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×