Enski boltinn

Beckham gefur enn kost á sér í landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Becks hér í landsleik gegn Frökkum fyrir nokkru síðan.
Becks hér í landsleik gegn Frökkum fyrir nokkru síðan.

Umboðsmaður David Beckham segir að Beckham muni áfram gefa kost á sér í enska landsliðið þó svo landsliðsþjálfarinn, Fabio Capello, segi að hann sé orðinn of gamall fyrir landsliðið.

Capello ætlar að yngja upp liðið og hefur því látið hafa eftir sér að tími Beckham með landsliðinu sé væntanlega liðinn.

Hann sagði þó að Beckham myndi fá lokaleik til þess að kveðja stuðningsmenn enska landsliðsins.

Beckham lætur þessi ummæli þó ekki hafa áhrif á sig.

"Beckham hefur ekkert rætt um að hætta með landsliðinu. Hann mun ávallt gefa kost á sér svo lengi sem hann sé heill heilsu," segir í yfirlýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×