Enski boltinn

Schmeichel ekki sáttur með nýja markvörðinn hjá United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður erfitt að finna annan markmann eins og Peter Schmeichel.
Það verður erfitt að finna annan markmann eins og Peter Schmeichel. Mynd/Nordic Photos/Getty
Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Manchester United og goðsögn innan félagsins, segir að danski markvörðurinn Anders Lindegaard sé ekki rétti maðurinn fyrir United.

Samkvæmt fréttum í enskum miðlum hefur Manchester United samið við norska liðið Aalesund að kaupa Anders Lindegaard á 3,5 milljónir punda þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar.

Schmeichel hefur varað stjórann Sir Alex Ferguson við að koma með landa sinn á Old Trafford því hann vildi sjá félagið fá heimsklassamarkvörð sem myndi ráða betur við pressuna.

„Við erum að tala um Manchester United hérna," sagði Peter Schmeichel. „Það er hægt að skoða unga og efnilega leikmenn en þú vilt ekki fá slíka leikmenn. Þú vilt frá markmann sem er tilbúinn til að spila stórt hlutverk í liðinu frá fyrsta degi," segir Schmeichel.

„Það hafa alltof margir markverðir komið og farið. Ef þetta félag ætlar að vinna titla þá þarf að standa í markinu alvöru maður með réttu reynsluna," sagði Schmeichel.

Peter Schmeichel var 28 ára gamall þegar hann kom til Manchester árið 1991 en hann var þá búinn að leika yfir 200 deildarleiki fyrir Hvidovre og Bröndby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×