Enski boltinn

Joey Barton ákærður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það kom nákvæmlega engum á óvart að enska knattspyrnusambandið hafi í dag ákveðið að kæra Joey Barton fyrir ofbeldisfulla hegðun.

Ólátabelgurinn Barton gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi og kýldi Norðmanninn Morten Gamst Pedersen þéttingsfast í magann.

Atvikið fór fram hjá dómara leiksins en ekki sjónvarpsmyndavélunum. Hægt er að sjá höggið í fréttinni hér að neðan.

Barton fær tíma fram á morgun til þess að svara ákærunni. Ef hann ákveður að sætta sig við hana fer hann sjálfkrafa í þriggja leikja bann.

Ákveði hann að berjast mun hann geta spilað um helgina og málið yrði svo tekið fyrir í næstu viku.


Tengdar fréttir

Barton sló Pedersen í magann - myndband

Vandræðagemsinn Joey Barton virðist vera búinn að koma sér í vandræði enn eina ferðina. Enska knattspyrnusambandið ætlar að skoða atvik í leik Newcastle og Blackburn í gær. Þá virðist Barton kýla Morten Gamst Pedersen, leikmann Blackburn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×