Enski boltinn

Barton sló Pedersen í magann - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carroll fer hér yfir stöðuna með Barton.
Carroll fer hér yfir stöðuna með Barton.

Vandræðagemsinn Joey Barton virðist vera búinn að koma sér í vandræði enn eina ferðina. Enska knattspyrnusambandið ætlar að skoða atvik í leik Newcastle og Blackburn í gær. Þá virðist Barton kýla Morten Gamst Pedersen, leikmann Blackburn.

Michael Jones dómari sá ekki er Barton virtist slá Pedersen og þess vegna ætlar knattspynusambandið að skoða málið.

Barton vildi lítið tjá sig um málið eftir leikinn. Sagði við blaðamenn að þeir hefðu væntanlega séð atvikið og nú væri það undir knattspyrnusambandinu að bregðast við.

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, var allt annað en kátur með uppákomuna og krafðist þess að Barton yrði refsað.

Hægt er að sjá myndband af högginu, sem var þungt, hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×