Enski boltinn

Andy Carroll: Alan Shearer var hetjan mín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll, framherji Newcastle.
Andy Carroll, framherji Newcastle. Mynd/Nordic Photos/Getty
Andy Carroll, framherji Newcastle, spilar sinn fyrsta landsleik í kvöld þegar England tekur á móti Frakklandi á Wembley í kvöld. Carroll fer ekkert leynt með það að fyrirmynd hans í æsku hafi verið Alan Shearer en það eru margir sem sjá einmitt mikið af Shearer í Carroll, innan vallar þar að segja.

„Alan Shearer var hetjan mín. Ég horfði á hann spila fyrir Newcastle og vildi verða eins og hann," sagði Andy Carroll í viðtali við The Sun en Carroll hefur skorað 7 mörk í fyrstu 13 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

„Hann var líkamlega sterkur og góður að halda boltanum. Hann var líka sterkur í loftinu og góður á jörðinni. Hann var eins fjölhæfur framherji og þeir gerast og þannig leikmaður vill ég verða," sagði Carroll.

„Þegar Shearer var stjórinn minn í stuttan tíma þá var hann alltaf að tala í mig kjark. Hann fór líka með á einkaæfingar og það er ekki að hugsa sér betri kennara," sagði Carroll og bætti við:

„Ég myndi elska það að verða jafngóður og hann en þó að ég kæmist bara hálfa leið þá væri ég ekkert illa staddur heldur," sagði Carrroll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×