Enski boltinn

Van der Vaart kláraði Villa - Eiður fékk ekki að spila

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik Spurs og Villa í dag.
Úr leik Spurs og Villa í dag.

Rafael van der Vaart fer hreinlega á kostum með Tottenham þessa dagana en hann skoraði bæði mörk liðsins í dag er það lagði Aston Villa, 2-1.

Eiður Smári Guðjohnsen er í svörtu bókinni hjá Tony Pulis, stjóra Stoke, þar sem hann er ekki búinn að koma sér í form. Eiður fékk því ekkert að spila í dag.

Leikur Man. Utd og Sunderland hófst 20 mínútum síðar en aðrir leikir þar sem það sprakk vatnsleiðsla í búningsklefa Man. Utd.

Úrslit dagsins:

Birmingham-Everton  0-2

0-1 Roger Johnson, sjm (54.), 0-2 Tim Cahill (90.)

Stoke-Blackburn  1-0

1-0 Jonathan Walters (48.)

Tottenham-Aston Villa  2-1

0-1 Marc Albrighton (16.), 1-1 Rafael van der Vaart (45.), 2-1 Rafael van der Vaart (75.)

WBA-Bolton  1-1

0-1 Johan Elmander (64.), 1-1 James Morrison (78.)

Grétar Rafn Steinsson var í liði Bolton í dag.

West Ham-Fulham  1-1

0-1 Clint Dempsey (33.), 1-1 Frederic Piquionne (51.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×