Enski boltinn

Mancini vill halda Joe Hart

Elvar Geir Magnússon skrifar
Joe Hart hefur leikið fantavel í vetur.
Joe Hart hefur leikið fantavel í vetur.

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, vill halda markverðinum Joe Hart innan félagsins.

Hart er á lánssamningi hjá Birmingham þar sem hann hefur farið á kostum og verið einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.

„Joe er góður markvörður sem gæti á næsta ári orðið mikilvægur fyrir enska landsliðið og Manchester City. Hann er ungur og vonandi mun hann vera áfram hjá okkur," sagði Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×