Enski boltinn

Aquilani flaug ekki með til Lissabon - Aftur meiddur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Aquilani verður eftir á Englandi.
Aquilani verður eftir á Englandi.

Alberto Aquilani, miðjumaður Liverpool, flaug ekki með liðinu til Lissabon í Portúgal. Liverpool mætir Benfica í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun.

Ítalski landsliðsmaðurinn var ekki lengi að koma sér aftur á meiðslalistann en hann fékk högg á ökklann á æfingu í morgun.

Rafael Benítez, stjóri Liverpool, segir að meiðslin séu ekki mjög alvarleg en þetta sé sami ökkli og hann var meiddur á síðasta tímabil þegar hann lék með Roma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×