Enski boltinn

Tveimur leikjum til viðbótar frestað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton fá frí um helgina.
Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton fá frí um helgina. Mynd/Anton

Tveimur leikjum til viðbótar sem áttu að fara fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina hefur verið frestað vegna kuldans á Bretlandi.

Fyrr í dag var greint frá því að leik Fulham og Portsmouth hefði verið frestað og nú hafa viðureignir Burnley og Stoke annars vegar og hins vegar Sunderland og Bolton bæst í hópinn.

Þá er enn óvíst hvort leikur Liverpool og Tottenham geti farið fram en forráðamenn fyrrnefnda liðsins hafa farið fram á það að leiknum verði frestað.

Hins vegar eru forráðamenn Wigan fullvissir um að leikur liðsins við Aston Villa geti farið fram á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×