Erlent

Grikkir herða enn sultarólina

Óli Tynes skrifar
Verkalýðsfélög og vinstri flokkar hóta áframhaldandi mótmælum og verkföllum.
Verkalýðsfélög og vinstri flokkar hóta áframhaldandi mótmælum og verkföllum. MYND/AP

Stjórnvöld í Grikklandi kynntu í dag nýjar aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum. Meðal annars á að frysta samstundis allar eftirlaunagreiðslur, opinberir starfsmenn verða lækkaðir enn meira í launum og tollar og virðisaukaskattur hækka til muna.

Þetta er liður í því að minnka fjárlagahallann um fjögur prósent á þessu ári, niður í 8,7 prósent af þjóðarframleiðslu.

Evrópusambandið hefur lagt blessun sína yfir þessar aðgerðir og segir að Grikkir séu nú á réttri leið til að ná takmarkinu.

Gert er ráð fyrir að þetta verði samþykkt á gríska þinginu síðar í þessari viku.

Verkalýðsfélög og vinstri stjórnmálaflokkar brugðust harkalega við og hóta áframhaldandi verkföllum og mótmælaaðgerðum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×