Enski boltinn

Poulsen í viðræður við Liverpool

Elvar Geir Magnússon skrifar

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Juventus hafi gefið Liverpool leyfi til viðræðna við miðjumanninn Christian Poulsen. Þessi danski landsliðsmaður hefur verið orðaður við enska liðið að undanförnu.

Poulsen er ekki í framtíðaráætlunum Juventus og er á sölulista. Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Liverpool, þekkir Poulsen vel en þeir unnu saman í danska boltanum á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×