Enski boltinn

Redknapp til í að lána Woodgate

Elvar Geir Magnússon skrifar
Woodgate spjallar hér við Íslandsóvininn Gordon Brown.
Woodgate spjallar hér við Íslandsóvininn Gordon Brown.

Harry Redknapp, stjóri Tottenham. er opinn fyrir því að lána varnarmanninn Jonathan Woodgate sem hefur verið á meiðslalistanum í meira en ár. Redknapp segir að það gæti hjálpað honum að finna taktinn á ný ef hann fer á láni.

Woodgate er 30 ára og er reiknað með því að hann verði orðinn leikfær á ný eftir tvær vikur.

„Jonathan hefur verið frá lengi en hann er frábær miðvörður. Það lið sem fær hann lánaðan er að fá einn besta miðvörð úrvalsdeildarinnar. Ég er tilbúinn að hleypa honum burt til að gefa honum leiki," segir Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×