Enski boltinn

Torres trúr og tryggur Liverpool

Elvar Geir Magnússon skrifar
Torres vann heimsmeistaratitilinn í sumar og fagnaði með fána Liverpool um hálsinn.
Torres vann heimsmeistaratitilinn í sumar og fagnaði með fána Liverpool um hálsinn.

Ef einhver var í vafa um hvort Fernando Torres myndi leika með Liverpool á komandi tímabili þá er búið að slá þann vafa af borðinu. Torres segist ætla að sýna stuðningsmönnum Liverpool tryggð.

Í viðtali á vefsíðu Liverpool segist hann hæstánægður hjá félaginu og sé fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímabili. Liverpool hefur enn ekki tekist að vinna titil síðan Torres kom og hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar síðasta vetur.

Hann var orðaður við peningavélar Chelsea og Manchester City en nú er það algjörlega ljóst að hann er ekki á förum. „Ég er hjá besta félagi landsins," sagði Torres.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×