Lionel Messi mætir félögum sínum hjá Barcelona í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2010 14:30 Lionel Messi skoraði í síðasta landsleik á móti Spáni. Mynd/AFP Leikur heimsmeistara Spánverja og Argentínu í Buenos Aires í kvöld er aðeins vináttuleikur en þrátt fyrir það er örugglega mikið undir í leiknum og þá sérstaklega hjá heimamönnum. Argentínumenn líta örugglega á þennan leik sem tækifæri til að sýna nýkrýndum heimsmeisturum hvaða landslið er í raun það besta í heimi. Argentínumenn byrjuðu vel á HM og var spáð heimsmeistaratitlinum um tíma en þeir steinlágu fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum og fengu aldrei tækifærið til að mæta Spánverjum sem fóru síðan alla leið og unnu heimsmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld fer fram á Monumental-vellinum sem er heimavöllur River Plate og það er búist við því að 65 þúsund manns mæti á völlinn þar sem nær allir verða á bandi heimamanna. Lionel Messi verður þarna í sérstakri stöðu því hann mætir þarna mörgum félögum sínum í Barcelona sem spila stórt hlutverk með spænska landsliðinu. Messi hefur farið á kostum við hlið þeirra Andres Iniesta, Sergio Busquets, Pedro Rodríguez, Gerard Piqué, Carles Puyol og Xavi Hernandez í liði Barcelona en hefur ekki fundið sig nærri því eins vel með argentínska landsliðinu. „Ég myndi nú frekar hafa Messi í mínu liði. Leo spilar alltaf vel, hann hefur einstaka hæfileika og er alltaf gríðarlega ógn," sagði Andres Iniesta við blaðamenn fyrir leikinn. Sergio Batista þjálfar nú argentínska liðið og hann hefur gert talsverðar breytingar á liðinu sem Diego Maradona telfdi fram á HM í Suður-Afríku. Batista hefur meðal annars kallað á þá Javier Zanetti og Esteban Cambiasso sem fóru á kostum með Internazionale á síðasta tímabili en voru ekki nógu góðir að mati Maradona. „Argentína hefur burði til að vinna okkur. Þeir hafa frábæra leikmenn innan sinna raða," sagði Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja. Argentína og Spánn hafa mæst 12 sinnum í sögunni. Báðar þjóðir hafa unnið fimm leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Spánverjar unnu síðasta leik 2-1 sem fram fór í Madríd á síðasta ári. Xabi Alonso skoraði bæði mörk Spánverja úr vítum en Lionel Messi jafnaði í millitíðinni og kom það mark einnig af vítapunktinum. Fótbolti Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira
Leikur heimsmeistara Spánverja og Argentínu í Buenos Aires í kvöld er aðeins vináttuleikur en þrátt fyrir það er örugglega mikið undir í leiknum og þá sérstaklega hjá heimamönnum. Argentínumenn líta örugglega á þennan leik sem tækifæri til að sýna nýkrýndum heimsmeisturum hvaða landslið er í raun það besta í heimi. Argentínumenn byrjuðu vel á HM og var spáð heimsmeistaratitlinum um tíma en þeir steinlágu fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum og fengu aldrei tækifærið til að mæta Spánverjum sem fóru síðan alla leið og unnu heimsmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld fer fram á Monumental-vellinum sem er heimavöllur River Plate og það er búist við því að 65 þúsund manns mæti á völlinn þar sem nær allir verða á bandi heimamanna. Lionel Messi verður þarna í sérstakri stöðu því hann mætir þarna mörgum félögum sínum í Barcelona sem spila stórt hlutverk með spænska landsliðinu. Messi hefur farið á kostum við hlið þeirra Andres Iniesta, Sergio Busquets, Pedro Rodríguez, Gerard Piqué, Carles Puyol og Xavi Hernandez í liði Barcelona en hefur ekki fundið sig nærri því eins vel með argentínska landsliðinu. „Ég myndi nú frekar hafa Messi í mínu liði. Leo spilar alltaf vel, hann hefur einstaka hæfileika og er alltaf gríðarlega ógn," sagði Andres Iniesta við blaðamenn fyrir leikinn. Sergio Batista þjálfar nú argentínska liðið og hann hefur gert talsverðar breytingar á liðinu sem Diego Maradona telfdi fram á HM í Suður-Afríku. Batista hefur meðal annars kallað á þá Javier Zanetti og Esteban Cambiasso sem fóru á kostum með Internazionale á síðasta tímabili en voru ekki nógu góðir að mati Maradona. „Argentína hefur burði til að vinna okkur. Þeir hafa frábæra leikmenn innan sinna raða," sagði Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja. Argentína og Spánn hafa mæst 12 sinnum í sögunni. Báðar þjóðir hafa unnið fimm leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Spánverjar unnu síðasta leik 2-1 sem fram fór í Madríd á síðasta ári. Xabi Alonso skoraði bæði mörk Spánverja úr vítum en Lionel Messi jafnaði í millitíðinni og kom það mark einnig af vítapunktinum.
Fótbolti Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira