Lionel Messi mætir félögum sínum hjá Barcelona í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2010 14:30 Lionel Messi skoraði í síðasta landsleik á móti Spáni. Mynd/AFP Leikur heimsmeistara Spánverja og Argentínu í Buenos Aires í kvöld er aðeins vináttuleikur en þrátt fyrir það er örugglega mikið undir í leiknum og þá sérstaklega hjá heimamönnum. Argentínumenn líta örugglega á þennan leik sem tækifæri til að sýna nýkrýndum heimsmeisturum hvaða landslið er í raun það besta í heimi. Argentínumenn byrjuðu vel á HM og var spáð heimsmeistaratitlinum um tíma en þeir steinlágu fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum og fengu aldrei tækifærið til að mæta Spánverjum sem fóru síðan alla leið og unnu heimsmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld fer fram á Monumental-vellinum sem er heimavöllur River Plate og það er búist við því að 65 þúsund manns mæti á völlinn þar sem nær allir verða á bandi heimamanna. Lionel Messi verður þarna í sérstakri stöðu því hann mætir þarna mörgum félögum sínum í Barcelona sem spila stórt hlutverk með spænska landsliðinu. Messi hefur farið á kostum við hlið þeirra Andres Iniesta, Sergio Busquets, Pedro Rodríguez, Gerard Piqué, Carles Puyol og Xavi Hernandez í liði Barcelona en hefur ekki fundið sig nærri því eins vel með argentínska landsliðinu. „Ég myndi nú frekar hafa Messi í mínu liði. Leo spilar alltaf vel, hann hefur einstaka hæfileika og er alltaf gríðarlega ógn," sagði Andres Iniesta við blaðamenn fyrir leikinn. Sergio Batista þjálfar nú argentínska liðið og hann hefur gert talsverðar breytingar á liðinu sem Diego Maradona telfdi fram á HM í Suður-Afríku. Batista hefur meðal annars kallað á þá Javier Zanetti og Esteban Cambiasso sem fóru á kostum með Internazionale á síðasta tímabili en voru ekki nógu góðir að mati Maradona. „Argentína hefur burði til að vinna okkur. Þeir hafa frábæra leikmenn innan sinna raða," sagði Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja. Argentína og Spánn hafa mæst 12 sinnum í sögunni. Báðar þjóðir hafa unnið fimm leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Spánverjar unnu síðasta leik 2-1 sem fram fór í Madríd á síðasta ári. Xabi Alonso skoraði bæði mörk Spánverja úr vítum en Lionel Messi jafnaði í millitíðinni og kom það mark einnig af vítapunktinum. Fótbolti Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Leikur heimsmeistara Spánverja og Argentínu í Buenos Aires í kvöld er aðeins vináttuleikur en þrátt fyrir það er örugglega mikið undir í leiknum og þá sérstaklega hjá heimamönnum. Argentínumenn líta örugglega á þennan leik sem tækifæri til að sýna nýkrýndum heimsmeisturum hvaða landslið er í raun það besta í heimi. Argentínumenn byrjuðu vel á HM og var spáð heimsmeistaratitlinum um tíma en þeir steinlágu fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum og fengu aldrei tækifærið til að mæta Spánverjum sem fóru síðan alla leið og unnu heimsmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld fer fram á Monumental-vellinum sem er heimavöllur River Plate og það er búist við því að 65 þúsund manns mæti á völlinn þar sem nær allir verða á bandi heimamanna. Lionel Messi verður þarna í sérstakri stöðu því hann mætir þarna mörgum félögum sínum í Barcelona sem spila stórt hlutverk með spænska landsliðinu. Messi hefur farið á kostum við hlið þeirra Andres Iniesta, Sergio Busquets, Pedro Rodríguez, Gerard Piqué, Carles Puyol og Xavi Hernandez í liði Barcelona en hefur ekki fundið sig nærri því eins vel með argentínska landsliðinu. „Ég myndi nú frekar hafa Messi í mínu liði. Leo spilar alltaf vel, hann hefur einstaka hæfileika og er alltaf gríðarlega ógn," sagði Andres Iniesta við blaðamenn fyrir leikinn. Sergio Batista þjálfar nú argentínska liðið og hann hefur gert talsverðar breytingar á liðinu sem Diego Maradona telfdi fram á HM í Suður-Afríku. Batista hefur meðal annars kallað á þá Javier Zanetti og Esteban Cambiasso sem fóru á kostum með Internazionale á síðasta tímabili en voru ekki nógu góðir að mati Maradona. „Argentína hefur burði til að vinna okkur. Þeir hafa frábæra leikmenn innan sinna raða," sagði Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja. Argentína og Spánn hafa mæst 12 sinnum í sögunni. Báðar þjóðir hafa unnið fimm leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Spánverjar unnu síðasta leik 2-1 sem fram fór í Madríd á síðasta ári. Xabi Alonso skoraði bæði mörk Spánverja úr vítum en Lionel Messi jafnaði í millitíðinni og kom það mark einnig af vítapunktinum.
Fótbolti Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira