Erlent

Höfum byggt í Jerúsalem í 40 ár

Óli Tynes skrifar
Frá Austur-Jerúsalem.
Frá Austur-Jerúsalem.

Bandaríkjamenn þrýsta mjög á Ísraela að hætta við áform um að byggja 1600 nýjar íbúðir í austurhluta Jerúsalem.

Benjamín Netanyahu forsætisráðherra hefur beðist afsökunar á því að tilkynnt skyldi um þetta meðan Joe Biden varaforseti Bandaríkjanna var í heimsókn í Miðausturlöndum.

Hann virðist þó ekkert á þeim buxunum að hætta við. Hann sagði á ísraelska þinginu í dag að Gyðingar hefðu byggt hús í Austur-Jerúsalem í fjörutíu ár.

Það hefði á engan hátt skaðað Palestínumenn og ekki verið á þeitta kostnað.

Palestínumenn vilja fá þennan borgarhluta sem höfuðborg í sjálfstæðu ríki sínu þegar þar að kemur.

Netanyahu hefur reynt að gera lítið úr þessum ágreiningi við Bandaríkjamenn.

Hver bandaríski stjórnmálamaðurinn eftir annan hefur hinsvegar fordæmt byggingaáformin.

Og sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael segir að sambúð landanna hafi ekki verið svona slæm í marga áratugi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×