Enski boltinn

Hinn litríki Kamara ekki alltaf með á nótunum - myndbönd

Elvar Geir Magnússon skrifar
Chris Kamara.
Chris Kamara.

Fótboltalýsandinn Chris Kamara hjá Sky er einn sá litríkasti í bransanum. Kamara kom víða við á löngum ferli sínum sem leikmaður og reyndi síðan fyrir sér í þjálfun án árangurs.

Hann starfar nú sem fótboltalýsandi og á sér þar marga aðdáendur. Hann á það til að vera ansi utan við sig en lifir sig vel inn í leikinn.

Hann missti af rauðu spjaldi í leik um síðustu helgi og hélt að aðeins væri verið að framkvæma skiptingu. Hægt er að sjá þetta kostulega atvik með því að smella hér.

Með því að smella hér er síðan hægt að sjá skemmtilega syrpu með ýmsum fyndnum atvikum frá ferli Kamara sem lýsandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×