Enski boltinn

Bent á að leiða framlínu enska landsliðsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Steve Bruce, stjóri Sunderland, segir að framherji liðsins, Darren Bent, sé rétti maðurinn til þess að fara fyrir framlínu enska landsliðsins.

Bent verður líklega í fremstu víglínu í leiknum gegn Svartfjallalandi þar sem Emile Heskey er hættur og þeir Jermain Defoe og Bobby Zamora eru meiddir.

Bruce hefur ekki enn jafnað sig á því að hafa aldrei spilað landsleiki sjálfur.

"Darren er í hópnum en ég var aldrei þar. Mér þykir miður að hafa aldrei spila landsleik. Ég vona Darrens vegna að hann fái að spila því ég er viss um að hann getur skorað mörk fyrir landsliðið," sagði Bruce.

"Darren hefur staðið sig frábærlega fyrir okkur og nítján sinnum skorað fyrsta markið í leikjum okkar. Hann er með 32 mörk í 48 leikjum sem er magnað hjá félagi sem er ekki að berjast á toppnum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×