Enski boltinn

Lampard ekki með gegn City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank Lampard í leik með Chelsea.
Frank Lampard í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Frank Lampard verður ekki með Chelsea þegar liðið mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Lampard gekkst undir aðgerð vegna kviðslits í lok síðasta mánaðar og hefur enn ekki jafnað sig að fullu. Upphaflega var talið að hann yrði frá í tvær vikur en endurhæfingin hefur tekið lengri tíma en búist var við.

Talið er líklegt að Lampard verði ekki heldur með Chelsea gegn Marseille í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag.

Þeir Salomon Kalou og Yossi Benayoun eru einnig frá vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×