Fótbolti

Úrslitalið HM sektuð af FIFA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Howard Webb í úrslitaleik HM í sumar.
Howard Webb í úrslitaleik HM í sumar. Nordic Photos / AFP

Knattspyrnusambönd Spánar og Hollands hafa verið sektuð af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, fyrir grófan leik í úrslitaleik HM í Suður-Afríku í sumar.

Spánverjar unnu leikinn, 1-0, og urðu heimsmeistarar en Howard Webb, dómari leiksins, lyfti gula spjaldinu fjórtán sinnum í leiknum sem er met. Einn leikmaður, hollendingurinn John Heitinga, fékk að líta rautt spjald vegna tveggja áminninga.

Alls fengu átta leikmenn hollenska liðsins að líta gula spjaldið hjá Webb og fyrir það hafa þeir hollensku verið sektaðir um 1,7 millónir króna. Spánverjar fengu sekt upp á 1,1 milljón fyrir áminningarnar fimm sem leikmenn liðsins fengu í leiknum.

Öll lið sem fá minnst fimm gul spjöld í landsleik eru sektuð af FIFA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×