Enski boltinn

Capello ánægður með frammistöðu Carroll

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll í leiknum í gær.
Andy Carroll í leiknum í gær. Mynd/AP
Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, var mjög ánægður með frammistöðu Andy Carroll í sínum fyrsta leik með enska landsliðinu. Carroll tókst þó ekki að skora í 1-2 tapi Englands á móti Frakklandi á Wembley í gær.

„Það var mjög mikilvægt fyrir mig að sjá ungu leikmennina okkar spila á móti sterku liði eins og því franska. Það er alltaf gott að meta ungu mennina í vináttuleikjum," sagði Fabio Capello.

Andy Carroll var alltaf ógnandi og var nokkrum sinnum nálægt því að skapa hættu upp við mark Frakka þrátt fyrir að fá í raun alltof litla þjónustu frá félögum sínum.

„Ég var ánægður með hann og sýndi mér að hann getur orðið góður leikmaður fyrir enska landsliðið," sagði Capello.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×