Innlent

Einkarekinn flugher kallar á mikla undirbúningsvinnu

Ingvar Sverisson, aðstoðarmaður samgönguráðherra.
Ingvar Sverisson, aðstoðarmaður samgönguráðherra. Mynd/Heiða Helgadóttir
Semja þarf sérstakar reglugerðir í samgönguráðuneytinu ef hugmyndir hollensks fyrirtækis sem vill skrá 20 herþotur hér á landi og nota þær til heræfinga eiga að verði að veruleika. Um 200 milljarða fjárfestingu er að ræða ef allt gengur eftir.

Í Fréttablaðinu í dag segir að hollenska fyrirtækið ECA Programs bíði pólitískra ákvarðana íslenskra stjórnvalda um hvort fyrirtækinu verði leyft að skrá 20 herþotur hér á landi. Hollenska fyrirtækið áformar að leigja þessar vélar til heræfinga þar sem þær myndu gegn hlutverki óvinavéla í heræfingum NATO-ríkja og bandamanna þeirra.

Þetta er umfangsmikið verkefnið og hollenska fyrirtækið ætlar að fjárfesta fyrir um 200 milljarða hér á landi gangi allt eftir. Málið er á könnu samgönguráðherra en Ingvar Sverrisson er aðstoðarmaður hans.

„Það eru ýmis atriði sem þurfa að vera í lagi svo þetta geti gengið upp. Til dæmis þarf að setja um þetta sérstakar reglugerðir um það hvernig þetta getur fallið að íslenskum lögum. Það eru ekki mörg fordæmi um þetta í heiminum þannig að það er geysileg vinna sem á eftir að eiga sér stað til þess að þetta geti gengið upp," segir Ingvar.

Björn Valur Gíslason
Málið þarf að fara í gegn um pólitíska umræðu bæði í ríkisstjórn og á Alþingi svo að hugmyndir hollenska fyrirtækisins geti orðið að veruleika. Björn Valur Gíslason, formaður samgöngunefndar og þingmaður VG, sagði í samtali við fréttastofu í morgun ekki vera áhugasamur um að hér verði sett á laggirnar einkarekið fyrirtæki í heriðnaði.


Tengdar fréttir

Tuttugu einkaherþotur undirbúa lendingu á Miðnesheiði

Íslensk stjórnvöld hafa dregið að taka pólitíska ákvörðun um að skrá hér á landi um tuttugu flugvélar hollensk/bandaríska fyrirtækisins E.C.A. Programs, segir Melville ten Cate, forstjóri hollenska fyrirtækisins E.C.A. Programs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×