Fótbolti

Klinsmann ráðinn til FC Toronto

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Bongarts
Jürgen Klinsmann, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur verið ráðinn til FC Toronto í Kanada í stöðu ráðgjafa.

Toronto leikur í bandarísku MLS-deildinni og varð í ellefta sæti á síðasta tímabili.

„Það er mikill heiður að fá að starfa með goðsögn eins og Jürgen Klinsmann," sagði Tom Anselmi, varaforseti félagsins.

Undir stjórn Klinsmann varð Þýskalandi í þriðja sæti á HM árið 2006. Hann býr nú í Bandaríkjunum með fjölskyldu sinni en hann starfaði síðast sem knattspyrnustjóri Bayern München en entist í aðeins níu mánuði í því starfi.

Hann er einn besti knattspyrnumaður sem Þýskaland hefur átt og spilaði með Bayern, Inter og Tottenham á ferlinum. Alls lék hann 108 landsleiki og skoraði í þeim 47 mörk. Hann varð heimsmeistari með Þýskalandi á HM 1990.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×