Fótbolti

Þjálfari Dana: Ég vildi bara sleppa við Spánverja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keld Bordinggaard, þjálfari danska 21 árs landsliðsins.
Keld Bordinggaard, þjálfari danska 21 árs landsliðsins. Mynd/AFP
Keld Bordinggaard, þjálfari danska 21 árs landsliðsins, var ánægður með riðilinn sem Danir spila í á Evrópumótinu næsta sumar en danska landsliðið dróst í riðil með Íslandi, Sviss og Hvíta-Rússlandi.

„Ég átti eina ósk og það var að sleppa við Spán. Ég hafði ekki miklar áhyggjur af öðru," sagði Keld Bordinggaard í viðtali við Tipsbladet eftir dráttinn.

„Markmiðið okkar hefur ekkert breyst frá því fyrir dráttinn. Við ætlum okkur upp úr riðlinum og það kemur ekkert annað til greina," sagði Bordinggaard.

Bordinggaard býst ekki við því að Nicklas Bendtner verði með danska liðinu en hann er vonast til þess að geta fengið þá Simon Kjær og Christian Eriksen sem eru báðir farnir að spila með A-landsliðinu.

„Mínir leikmenn verða að spila með hjartanu. Ég tel að þessi úrslitakeppni sé það spennandi að þessir leikmenn séu tilbúnir að fórna fríinu til þess að spila með sínum jafnöldrum," sagði Bordinggaard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×