Ólafur Örn: Byrja á að koma sjálfstrausti í Grindavíkurliðið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. maí 2010 12:30 Ólafur Örn. GettyImages Ólafur Örn Bjarnason segir að eina markmið sumarsins geti verið að halda Grindavíkurliðinu í deildinni. Hann er ánægður með að málið sé í höfn. "Það er gott að það sé búið að keyra þetta í gegn. Grindavíkurliðið getur nú hætt að velta fyrir sér öllum mögulegum kostum og farið að einbeita sér að fótboltanum," sagði Ólafur við Vísi rétt í þessu. Ólafur segir að málið hafi klárast á tveimur dögum og hann er ánægður með hversu vel Brann tók í að hann færi strax. Hann kemur þó til með að flakka á milli Íslands og Noregs þar sem hann spilar nokkra leiki með Brann út tímabilið. "Þeir vildu leyfa mér að fara en eru í smá basli og ég held því áfram með þeim. Þeir vissu að þeir fengu aldrei pening fyrir mig og því gat ég farið frítt," sagði Ólafur. Hann hefur menntað sig í Noregi og á aðeins eitt námskeið eftir til að klára allt þjálfaranám sem er í boði þar. "Eftir það er það bara UEFA Pro License," sagði Ólafur sem ætlar þó ekki að klára námið strax. Hann á hús í Grindavík og ætlar að spila með liðinu. Ólafur spilar með Brann gegn Álasundi 6. júní en Brann er í næst neðsta sæti norsku deildarinnar og í mikilli fallbaráttu. Hlé er gert í norsku deildinni eftir þann leik í mánuð og kemur Ólafur Örn þá heim og tekur við Grindavíkurliðinu. Í júlí fer hann aftur til Noregs og mun hann spila fjóra leiki með Brann, þann síðasta gegn Sandefjord 25. júlí en eftir þann leik kemur hann alfarið heim til Grindavíkur og mun jafnframt leika með liðinu eftir það "Ég hef fylgst aðeins með liðinu heima og mér sýnist að fyrsta verkefnið verði að koma sjálfstrausti í liðið. Það segja allir að það búi mikið meira í því," sagði Ólafur sem verður með Milan Stefán Jankovic með sér sem aðstoðarþjálfara. "Maður á örugglega eftir að reka sig á einhversstaðar en ég verð með góða menn með mér og stigin munu koma. Markmið okkar getur bara verið eitt eins og staðan er núna, að halda sér í deildinni," sagði nýráðinn þjálfari Grindavíkur, Ólafur Örn Bjarnason. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Örn ráðinn þjálfari Grindavíkur Ólafur Örn Bjarnason hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Grindvíkingar sendu frá sér. 29. maí 2010 12:14 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Ólafur Örn Bjarnason segir að eina markmið sumarsins geti verið að halda Grindavíkurliðinu í deildinni. Hann er ánægður með að málið sé í höfn. "Það er gott að það sé búið að keyra þetta í gegn. Grindavíkurliðið getur nú hætt að velta fyrir sér öllum mögulegum kostum og farið að einbeita sér að fótboltanum," sagði Ólafur við Vísi rétt í þessu. Ólafur segir að málið hafi klárast á tveimur dögum og hann er ánægður með hversu vel Brann tók í að hann færi strax. Hann kemur þó til með að flakka á milli Íslands og Noregs þar sem hann spilar nokkra leiki með Brann út tímabilið. "Þeir vildu leyfa mér að fara en eru í smá basli og ég held því áfram með þeim. Þeir vissu að þeir fengu aldrei pening fyrir mig og því gat ég farið frítt," sagði Ólafur. Hann hefur menntað sig í Noregi og á aðeins eitt námskeið eftir til að klára allt þjálfaranám sem er í boði þar. "Eftir það er það bara UEFA Pro License," sagði Ólafur sem ætlar þó ekki að klára námið strax. Hann á hús í Grindavík og ætlar að spila með liðinu. Ólafur spilar með Brann gegn Álasundi 6. júní en Brann er í næst neðsta sæti norsku deildarinnar og í mikilli fallbaráttu. Hlé er gert í norsku deildinni eftir þann leik í mánuð og kemur Ólafur Örn þá heim og tekur við Grindavíkurliðinu. Í júlí fer hann aftur til Noregs og mun hann spila fjóra leiki með Brann, þann síðasta gegn Sandefjord 25. júlí en eftir þann leik kemur hann alfarið heim til Grindavíkur og mun jafnframt leika með liðinu eftir það "Ég hef fylgst aðeins með liðinu heima og mér sýnist að fyrsta verkefnið verði að koma sjálfstrausti í liðið. Það segja allir að það búi mikið meira í því," sagði Ólafur sem verður með Milan Stefán Jankovic með sér sem aðstoðarþjálfara. "Maður á örugglega eftir að reka sig á einhversstaðar en ég verð með góða menn með mér og stigin munu koma. Markmið okkar getur bara verið eitt eins og staðan er núna, að halda sér í deildinni," sagði nýráðinn þjálfari Grindavíkur, Ólafur Örn Bjarnason.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Örn ráðinn þjálfari Grindavíkur Ólafur Örn Bjarnason hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Grindvíkingar sendu frá sér. 29. maí 2010 12:14 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Ólafur Örn ráðinn þjálfari Grindavíkur Ólafur Örn Bjarnason hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Grindvíkingar sendu frá sér. 29. maí 2010 12:14