Innlent

Íslensk kona sýnir listaverk á Louvre-safninu

Þóra Einarsdóttir sýnir listaverk á Louvre-safninu.
Þóra Einarsdóttir sýnir listaverk á Louvre-safninu.

„Verkin verða hengd upp í píramídanum þar sem inngangurinn er," segir listakonan Þóra Einarsdóttir sem heldur samsýningu á Louvre-safninu. Að vísu verða verkin hennar ekki samsíða hinni ódauðlegu Monu Lisu eftir Da Vinci en verkin hennar verða það fyrsta sem gestir safnsins sjá.

„Þetta er mikill heiður," segir Þóra sem starfar við listsköpun en hún rekur að auki galleríið Listaselið á Skólavörðustígnum ásamt kollegum sínum. Þóra segir að tækifærið hafi komið eftir að hún var á Sikiley á Ítalíu.



Þetta er eitt verka Þóru. Svo er hægt að nálgast fleiri verk á heimasíðu hennar, thoraart.com.

Þar lagði hún stund á listsköpun á vegum samtakanna International artist group, sem eru ítölsk samtök. Í kjölfarið sótti hún um að fá að sýna myndirnar sína á safninu fræga og var valinn úr hópi umsækjenda. Hún verður með þrjú verk á sýningunni sem samanstendur af nokkrum listamönnum.

„Ég er mjög ánægð með þetta," segir Þóra en hún flýgur til Frakklands í byrjun júní og verður þar fram að opnun sýningarinnar.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér listaverkin hennar Þóru þá er heimasíðan hennar thoraart.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×