Erlent

Fundu æva gömul skipsflök

Elsta flakið er allt að 800 ára gamalt. fréttablaðið/AP
Elsta flakið er allt að 800 ára gamalt. fréttablaðið/AP
Tólf gömul skipsflök hafa fundist í Eystrasalti, það elsta hugsanlega 800 ára gamalt en hin líklega frá sautjándu, átjándu og nítjándu öld. Sum þeirra eru óvenju vel varðveitt.

Flökin fundust þegar starfsmenn gasfyrirtækisins Nord Stream unnu að því að leggja gasleiðslu milli Rússlands og Þýskalands. Ekki er víst hvort reynt verður að ná einhverjum skipanna á land, en kafarar verða sendir til að rannsaka þau á hafsbotni.

Þúsundir misgamalla skipsflaka hafa fundist í Eystrasalti, en þar eru ekki trjámaðkar sem eyða skipsflökum í saltari sjávarvötnum.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×