Lífið

Fjölskylda Pitt vill skilnað

Endalokin? Brad Pitt og Angelina Jolie hafa verið saman í fimm ár og eiga sex börn saman. Fjölskylda Pitts er sögð hafa hvatt hann til að skilja við Jolie þar sem sambandið gerir hann óhamingjusaman.
Mynd/gettyimages
Endalokin? Brad Pitt og Angelina Jolie hafa verið saman í fimm ár og eiga sex börn saman. Fjölskylda Pitts er sögð hafa hvatt hann til að skilja við Jolie þar sem sambandið gerir hann óhamingjusaman. Mynd/gettyimages

Sögusagnir um sambandsslit Angelinu Jolie og Brads Pitt hafa lengi verið á kreiki og nú fyrir helgi fullyrtu fjölmiðlar að sambandinu væri endanlega lokið.

The Sun segir að fjölskylda Pitts hafi tjáð honum óánægju sína með sambandið og finnst þeim það hafa neikvæð áhrif á samband hans við fjölskylduna. Pitt og Jolie eiga að hafa átt í miklum sambandserfiðleikum undanfarið ár en hafa reynt að bæta sambandið barna sinna vegna. Parið á þó að hafa leitað aðstoðar lögfræðings fyrir stuttu, en sá á að skipta eignum þeirra bróðurlega á milli parsins.

Bróðir Pitts heimsótti hann yfir jólin og á hann að hafa hvatt Pitt til að slíta sambandinu endanlega. „Doug hvatti Brad til að slíta sambandinu því hann sá hversu óhamingjusamur Brad var orðinn. Það er ekkert leyndarmál að Brad og Angelina hafa verið í ástlausu sambandi undanfarið ár. Þau eyða næstum engum tíma saman og þegar þau gera það þá er mjög stirt á milli þeirra. Jólin voru erfið því Angelina neitaði enn einu sinni að eyða hátíðinni með fjölskyldu Brads. Móðir hans hefur aldrei kunnað vel við Angelinu og er enn í góðu sambandi við fyrrverandi eiginkonu hans, Jennifer Aniston,“ var haft eftir heimildarmanni.

Talsmenn parsins hafa þó neitað orðrómnum og segja Pitt og Jolie vera ástfangin og hamingjusöm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.