Fótbolti

Sjö Spánverjar koma til greina sem leikmaður ársins hjá FIFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spánverjar fagna hér heimsmeistaratitlinum í sumar.
Spánverjar fagna hér heimsmeistaratitlinum í sumar. Mynd/Nordic Photos/Getty
FIFA hefur gefið það út hvaða leikmenn koma til greina sem fyrsti handhafi gullbolta FIFA og það kemur ekki mikið á óvart að Heimsmeistarar Spánverja eru fjölmennir á listanum.

Sjö Spánverjar eru meðal þeirra 23 sem koma til greina sem Knattspyrnurmaður ársins í heiminum en það eru þeir

Xavi, David Villa, Xabi Alonso, Iker Casillas, Carles Puyol, Andres Iniesta og Cesc Fabregas.

Meðal annarra á listanum eru Argentínumaðruinn Lionel Messi, Portúgalinn Cristiano Ronaldo, Úrúgvæ-maðurin Diego Forlan og Brasilíumennirnir Daniel Alves, Julio Cesar og Maicon.

Þetta er í fyrsta sinn sem FIFA Ballon d'Or verðlaunin eða gullbolti FIFA er veittur en þessi verðlaun urðu til FIFA ákvað að sameina verðlaunin, þar sem landsþjálfarar og fyrirliðar annarsvegar (á vegum FIFA) og svo blaðamennirnir hinsvegar (á vegum France Football blaðsins), kusu besta knattspyrnumann ársins.

Verðlaunin verða síðan afhent í janúar en í desember kemur í ljós hvaða leikmenn voru meðal þeirra þriggja efstu.

Allur listinn er annars þannig: Xabi Alonso (Spánn), Daniel Alves (Brasilía), Iker Casillas (Spánn), Cristiano Ronaldo (Portúgal), Didier Drogba (Fílabeinsströndin), Samuel Eto'o (Kamerún), Cesc Fabregas (Spánn), Diego Forlán (Úrúgvæ), Asamoah Gyan (Ghana), Andrés Iniesta (Spánn), Júlio César (Brasilía), Miroslav Klose (Þýskaland), Philipp Lahm (Þýskaland), Maicon (Brasilía), Lionel Messi (Argentína), Thomas Müller (Þýskaland), Mesut Özil (Þýskaland), Carles Puyol (Spánn), Arjen Robben (Holland), Bastian Schweinsteiger (Þýskaland), Wesley Sneijder (Holland), David Villa (Spánn) og Xavi (Spánn).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×