Enski boltinn

Arsenal náði jafntefli gegn Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Pienaar skorar hér síðara mark Everton í dag.
Steven Pienaar skorar hér síðara mark Everton í dag. Nordic Photos / Getty Images

Arsenal var stálheppið að fá eitt stig þegar að liðið mætti Everton á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðin skildu jöfn, 2-2.

Það var varamaðurinn Thomas Rosicky sem var hetja Arsenal í dag en hann tryggði liðinu stig í leiknum með marki í uppbótartíma.

Leon Osman kom Everton yfir í leiknum þegar hann skallaði hornspyrnu Landon Donovan í netið.

Arsenal náði svo að jafna metin þegar að skot Denilson fór af Osman og í netið. Mark Rosicky fór einnig af leikmanni Everton í netið.

Steven Pienaar kom Everton aftur yfir í leiknum þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Arsenal og vippaði boltanum yfir Manuel Almunia í marki Arsenal.

Arsenal er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig, þremur á eftir toppliði Chelsea. Everton er í tólfta sæti með 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×