Fótbolti

Özil ekki á leið frá Werder Bremen?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Özil og Lúkas Podolski.
Özil og Lúkas Podolski. AFP
Mesut Özil er nú orðaður við hvert stórliðið á fætur öðru. Þjóðverjinn hefur verið frábær á HM en hann er líklega ekki á leið frá Werder Bremen.

Engin tilboð hafa borist í kappann sem hefur átt frábært heimsmeistaramót.

Hinn 21 árs gamli Özil á eitt ár eftir af samningi sínum við Bremen. "Mesut var farinn að vekja athygli fyrir HM," sagði Klaus Allofs, stjórnarformaður BBremen.

"Hann er að spila frábærlega á HM og það eykur pottþétt áhuga á honunm. En engin formleg tilboð hafa borist, við viljum að hann verði hérna áfram svo það er ekkert að frétta," sagði Klaus.

"Það bendir ekkert til að hann vilji fara frá félaginu."

Það kæmi þó engum á óvart að Özil færði sig um set, félagið vill eflaust ekki missa hann frítt næsta sumar og því veltur framtíð hans eflaust á því hvort hann vilji skrifa undir nýjan samning við Bremen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×