Fótbolti

Enginn veit hvað Diego Maradona ætlar að gera

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona.
Diego Maradona. Mynd/AP
Diego Maradona er ekki tilbúinn að gefa það út strax hvort að hann verði áfram landsliðsþjálfari Argentínu. Maradona skrópaði á fyrirhugaðan fund með forseta argentínska knattspyrnusambandsins.

Argentínska knattspyrnusambandið sagði í síðustu viku að það ætlaði að bjóða Diego Maradona nýjan fjögurra ára samning þannig að hann yrði með liðið fram yfir HM í Brasilíu 2014.

Diego Maradona átti að hitta forseta sambandsins, Julio Grondona, í byrjun vikunnar en ákvað þess í stað að fara í reisu til Venesúela í boði forseta landsins, Hugo Chavez. Maradona mun þar ferðast á milli knattspyrnuskóla í landinu.

Maradona hefur ekki tjáð sig opinberlega um hvað hann hyggst gera en næsti leikur Argentínu er vináttuleikur á móti Írlandi 11. ágúst næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×