Enski boltinn

Moyes: Peningar vinna ekki titla en þeir hjálpa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David Moyes.
David Moyes.

Það er einn leikur á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Everton sækir þá Man. City heim. David Moyes, stjóri Everton, segir að peningar séu ekki alltaf svarið í fótboltaheiminum en þeir hjálpi vissulega til.

"Peningar eru vissulega ekki alltaf svarið en ef lið ætla sér að vinna titla þá hjálpa peningar til. Ef lið vilja komast beint á toppinn og reyna að velta Man. Utd og Chelsea úr sessi þá þarf að eyða miklum peningum," sagði Moyes.

"Að eyða peningum er samt engin trygging fyrir árangri. Það tekur sinn tíma að byggja upp lið undir slíkum kringumstæðum og menn munu koma og fara. Það tekur sinn tíma að finna rétta liðið og láta allt smella."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×