Enski boltinn

Riera: Mér líður vel hjá Liverpool

Elvar Geir Magnússon skrifar
Albert Riera kallar Liverpool ekki sökkvandi skip í dag heldur dásamar klúbbinn.
Albert Riera kallar Liverpool ekki sökkvandi skip í dag heldur dásamar klúbbinn.

„Ég vil halda áfram með feril minn hjá Liverpool því þetta er eitt besta félag í heimi," segir Albert Riera sem reynir að vinna sig aftur í náðina hjá stuðningsmönnum Liverpool.

Riera hefur verið í skammarkróknum á Anfield síðan hann gagnrýndi Rafael Benítez harðlega í viðtali og líkti Liverpool við sökkvandi skip.

Hann hefur átt í viðræðum við Spartak Moskvu og var búist við því að hann myndi fara til Rússlands í sumar. Þær viðræður hafa hinsvegar siglt í strand og óvíst hvort hann gangi til liðs við félagið.

„Ég mun ákveða mína framtíð í sumar. Mér líður mjög vel hjá Liverpool. Það er frábær andi hérna og við höfum frábæran leikvang," segir Riera með tunguna úti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×