Enski boltinn

Carlos Tevez ætlar að sigrast á heimþránni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez skorar sigurmark sitt um helgina.
Carlos Tevez skorar sigurmark sitt um helgina. Mynd/AFP
Carlos Tevez, argentínski framherjinn snjalli hjá Manchester City, ætlar ekkert að hætta að spila í Englandi þrátt fyrir það að vera þjáður af mikilli heimþrá. Tevez segist ætla að spila með City næstu árin og standa við gerðan samning.

„Ég er ánægður hérna og ég meina það," sagði Carlos Tevez í viðtali við félagsblað Manchester City. „Ég sakna vissulega fjölskyldunnar alveg eins og allir þeir sem eru ekki heima hjá sér," sagði Tevez sem ætlar að sigrast á heimþránni.

„Ég er ekkert að fara að leggja skóna á hilluna. Maður verður að fórna ýmsu þegar maður semur við lið eins og City. Ég ætla að standa við minn samning. Um leið og ég hef klárað ferillinn þá er nógur tími fyrir mig til þess að vera með börnunum mínum," sagði Tevez.



Carlos Tevez fær að heyra það frá Roberto Mancini.Mynd/AP

Carlos Tevez gerði lítið úr ágreiningi sínum við stjórann Roberto Mancini á hliðarlínunni í leiknum á móti Bolton um helgina.

„Þetta kemur fyrir hjá öllum félögum. Það koma góðar og slæmar stundir á víxl. Það mikilvægasta er að við erum allir sameinaðir í því að ná árangri og erum að gera okkar besta fyrir félagið," sagði Tevez.

„Það gerist á milli okkar Mancini utan vallar eða inn í búningsklefa er bara á milli okkar. Við munum báðir halda áfram að berjast fyrir Manchester City," sagði Tevez sem hefur skorað 10 mörk og gefið 14 stoðsendingar í 15 leikjum með City á tímabilinu.

Liðið hefur hefur aðeins skorað sjö mörk án þess að Tevez hafi átt beinan þátt í markinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×