Fótbolti

Lið frá Ástralíu vill semja við Ronaldo - fær 11 milljónir á leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronaldo.
Ronaldo. Mynd/AFP
Ástralska fótboltaliðið Melbourne Heart hefur mikinn áhuga á að fá til sín Brasilíumanninn Ronaldo og hefur haft samband við þennan fyrrum besta knattspyrnumann heims.

Hinn 33 ára gamli framherji hefur spilað undanfarið með Corinthians í heimalandi sínu en meiðsli að undanförnu hafa takmarkað spilatíma hans og það er ljóst að hann á ekki eftir mörg á í boltanum.

Ronaldo gæti hagnast vel á því að skella sér til Ástralíu því hann mun fá 92.660 dollara í laun fyrir hvern leik sem hann mun spila með Melbourne Heart sem gera um ellefu milljónir íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×