Enski boltinn

Terry segist ekki hafa verið í sínu besta formi í fimm ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry, fyrirliði Chelsea.
John Terry, fyrirliði Chelsea. Mynd/Nordic Photos/Getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur viðurkennt það að meiðsli hafa séð til þess að hann hefur ekki verið í sínu besta formi undanfarin fimm ár.

Terry er að leita sér aðstoðar vegna taugaverks sem gengur niður eftir hægri fæti hans. Hann hefur loksins ákveðið að taka sér hvíld á meðan að hann nær sér góðum.

„Hvenær ég spilaði síðast heill? Það eru kannski fimm ár síðan, kannski meira, ég man það ekki," sagði John Terry við Daily Mail.

„Ef þú getur tekið verkjastillandi lyf og spilað í gegnum meiðslin þá gerir þú það. Ég hef hinsvegar aldrei fundið jafnmikið til og og nú. Þess vegna gat ég ekki haldið áfram," sagði Terry.

„Ég er að verða þrítugur í næsta mánuði og þarf að fara að hugsa betur um sjálfan mig," sagði Terry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×