Enski boltinn

Bellamy búinn að gefa frá sér fyrirliðabandið hjá Wales

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Bellamy með fyrirliðabandið í landsleik með Wales.
Craig Bellamy með fyrirliðabandið í landsleik með Wales. Mynd/Nordic Photos/Getty
Craig Bellamy hefur afsalað sér fyrirliðabandinu hjá velska landsliðinu en hann hefur borið það frá því að John Toshack gerði hann að fyrliða í október 2006. Gary Speed hefur nú tekið við velska landsliðinu af Toshack en hann þarf nú að finna nýjan fyrirliða.

Bellamy, sem er orðinn 31 árs gamall, er á láni hjá Cardiff en hann er enn leikmaður Manchester City. Bellamy er ekki hættur að spila fyrir landsliðinu en segist ekki getað tryggt það að hann verði með í öllum verkefnum liðsins.

„Ég hef gert Gary (Speed) grein fyrir ákvörðun minni. Ég mun ekki getað spilað alla leiki með Wales svo að ég tel það vera réttast að láta þann fá fyrirliðabandið sem verið til staðar í öllum leikjum," sagði Craig Bellamy.

„Við erum með ungt framtíðarlið og það er best að finna nýjan fyrirliða til framtíðar," sagði Bellamy sem hrósaði Gary Speed fyrir þann tíma sem núverandi þjálfari velska landsliðsins gengdi stöðu fyrirliða.

„Það var frábært að vera fyrirliði Wales og mér mikill heiður. Ég mun líka standa þétt að baki þess sem tekur við fyrirliðabandinu. Ég hef alltaf sagt að ég mun aldrei leggja landsliðsskónna á hilluna en ég verð samt að vera skynsamur með hvaða leiki ég spila og hvaða leiki ég sleppi," sagði Craig Bellamy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×