Ekkert stoppar Chelsea - fullt hús og markatalan 17-1 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2010 15:46 Mickael Essien skoraði tvö fyrir Chelsea í dag. Mynd/AP Chelsea heldur sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann 3-1 sigur á West Ham í dag. Chelsea hefur náð í tólf stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum umferðunum og markatalan er 17-1 en West Ham maðurinn Scott Parker varð fyrstur til að koma boltanum í mark Chelsea á þessu tímabili þegar hann minnkaði muninn undir lok leiksins í dag. Það gengur ekki nógu vel hjá Manchester City þessa dagana en Patrick Viera tryggði liðinu 1-1 jafntefli á útivelli á móti Blackburn eftir laglegan samleik við Carlos Tevez. Mark Blackburn kom eftir mistök og skógarferð markvarðarins Joe Hart. Manchester City hefur aðeins fengið 5 stig út út fyrstu fjórum leikjunum sínum. Það tók Chelsea aðeins eina og hálfa mínútu aðkomast yfir á Upton Park þegar Mickael Essien skallaði inn hornspyrnu Didier Drogba. Salomon Kalou kom Chelsea síðan í 2-0 eftir einn einu vandræðalegu mistök markvarðarins Robert Green. Green missti boltann frá sér og Matthew Upson hreinsaði boltanum í Kalou og yfir Grenn og í markið. Essien innsiglaði síðan sigurinn með sínu öðru marki sjö mínútum fyrir leikslok en skömmu síðar náði Scott Parker að minnka muinnn. Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton töpuðu í fyrsta sinn á tímabilinu þegar þeir heimsóttu Arsenal. Arsenal vann 4-1 sigur en tvö síðustu mörkin komu eftir að Gary Cahill hafði verið rekinn útaf á 63. mínútu. Francesc Fabregas átti stóran þátt í öllum mörkum Arsenal. Tottenham náði aðeins 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion í fyrsta leik William Gallas og Rafael Van der Vaart með liðinu. Tottenham komst yfir en Chris Brunt tryggði West Brom stigið. Asamoah Gyan skoraði í sínum fyrsta leik með Sunderland eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Sunderland var þá manni færri eftir að Lee Cattermole hafði fengið sitt annað rauða spjald á tímabilinu. Antolin Alcaraz tryggði Wigan hinsvegar jafntefli fimm mínútum fyrir leikslok. Blackpool vann 2-0 sigur á Newcastle á St. James Park í uppgjöri nýliðanna sem höfðu báðir byrjað tímabilið vel. Blackpool er því áfram meðal efstu liða í deildinni.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:Everton - Manchester United 3-3 1-0 Steven Pienaar (39.), 1-1 Darren Fletcher (43.), 1-2 Nemanja Vidic (47.), 1-3 Dimitar Berbatov (66.), 2-3 Tim Cahill (90.+1), 3-3 Mikel Arteta (90.+2).Arsenal - Bolton 4-1 1-0 Laurent Koscielny (24.), 1-1 Johan Elmander (44.), 2-1 Marouane Chamakh (57.), 3-1 Alexandre Song (77.), 4-1 Carlos Vela (82.) Fulham - Wolverhampton 2-1 0-1 Jelle van Damme (10.), 1-1 Moussa Dembélé (48.), Moussa Dembélé (90.+2)Manchester City - Blackburn 1-1 0-1 Nikola Kalinic (25.), 1-1 Patrick Vieira (55.)Newcastle - Blackpool 0-2 0-1 Charlie Adam, víti (45.), 0-2 DJ Campbell (90.)West Bromwich Albion - Tottenham 1-1 0-1 Luka Modric (27.), 1-1 Chris Brunt (41.)West Ham - Chelsea 1-3 0-1 Mickael Essien (2.), 0-2 Salomon Kalou (17.), 0-3 Mickael Essien (83.), 1-3 Scott Parker (85.)Wigan - Sunderland 1-1 0-1 Asamoah Gyan (65.), 1-1 Antolin Alcaraz (85.) Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Chelsea heldur sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann 3-1 sigur á West Ham í dag. Chelsea hefur náð í tólf stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum umferðunum og markatalan er 17-1 en West Ham maðurinn Scott Parker varð fyrstur til að koma boltanum í mark Chelsea á þessu tímabili þegar hann minnkaði muninn undir lok leiksins í dag. Það gengur ekki nógu vel hjá Manchester City þessa dagana en Patrick Viera tryggði liðinu 1-1 jafntefli á útivelli á móti Blackburn eftir laglegan samleik við Carlos Tevez. Mark Blackburn kom eftir mistök og skógarferð markvarðarins Joe Hart. Manchester City hefur aðeins fengið 5 stig út út fyrstu fjórum leikjunum sínum. Það tók Chelsea aðeins eina og hálfa mínútu aðkomast yfir á Upton Park þegar Mickael Essien skallaði inn hornspyrnu Didier Drogba. Salomon Kalou kom Chelsea síðan í 2-0 eftir einn einu vandræðalegu mistök markvarðarins Robert Green. Green missti boltann frá sér og Matthew Upson hreinsaði boltanum í Kalou og yfir Grenn og í markið. Essien innsiglaði síðan sigurinn með sínu öðru marki sjö mínútum fyrir leikslok en skömmu síðar náði Scott Parker að minnka muinnn. Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton töpuðu í fyrsta sinn á tímabilinu þegar þeir heimsóttu Arsenal. Arsenal vann 4-1 sigur en tvö síðustu mörkin komu eftir að Gary Cahill hafði verið rekinn útaf á 63. mínútu. Francesc Fabregas átti stóran þátt í öllum mörkum Arsenal. Tottenham náði aðeins 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion í fyrsta leik William Gallas og Rafael Van der Vaart með liðinu. Tottenham komst yfir en Chris Brunt tryggði West Brom stigið. Asamoah Gyan skoraði í sínum fyrsta leik með Sunderland eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Sunderland var þá manni færri eftir að Lee Cattermole hafði fengið sitt annað rauða spjald á tímabilinu. Antolin Alcaraz tryggði Wigan hinsvegar jafntefli fimm mínútum fyrir leikslok. Blackpool vann 2-0 sigur á Newcastle á St. James Park í uppgjöri nýliðanna sem höfðu báðir byrjað tímabilið vel. Blackpool er því áfram meðal efstu liða í deildinni.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:Everton - Manchester United 3-3 1-0 Steven Pienaar (39.), 1-1 Darren Fletcher (43.), 1-2 Nemanja Vidic (47.), 1-3 Dimitar Berbatov (66.), 2-3 Tim Cahill (90.+1), 3-3 Mikel Arteta (90.+2).Arsenal - Bolton 4-1 1-0 Laurent Koscielny (24.), 1-1 Johan Elmander (44.), 2-1 Marouane Chamakh (57.), 3-1 Alexandre Song (77.), 4-1 Carlos Vela (82.) Fulham - Wolverhampton 2-1 0-1 Jelle van Damme (10.), 1-1 Moussa Dembélé (48.), Moussa Dembélé (90.+2)Manchester City - Blackburn 1-1 0-1 Nikola Kalinic (25.), 1-1 Patrick Vieira (55.)Newcastle - Blackpool 0-2 0-1 Charlie Adam, víti (45.), 0-2 DJ Campbell (90.)West Bromwich Albion - Tottenham 1-1 0-1 Luka Modric (27.), 1-1 Chris Brunt (41.)West Ham - Chelsea 1-3 0-1 Mickael Essien (2.), 0-2 Salomon Kalou (17.), 0-3 Mickael Essien (83.), 1-3 Scott Parker (85.)Wigan - Sunderland 1-1 0-1 Asamoah Gyan (65.), 1-1 Antolin Alcaraz (85.)
Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira