Enski boltinn

Rooney: Ég er mannlegur og mér sárnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wayne Rooney segir í einkaviðtali við Sky Sports að síðustu vikur hafi verið honum erfiðar og að honum líði alls ekkert of vel. Fjölmiðlaumfjöllunin og áföllin í einkalífinu hafi skaðað hann.

"Auðvitað er þetta búinn að vera mjög erfiður tími en ég verð að reyna að komast í gegnum þetta og spila aftur fótbolta eins vel og ég get. Ég er mannlegur og mér sárnar eins og öðrum," sagði Rooney sem á enn eftir að skora mark fyrir United í vetur úr opnum leik.

Rooney talar einnig við Sky um gengi sitt og enska liðsins á HM og viðurkennir að hafa verið slakur.

"Hugarfarið og andlegi hlutinn var í lagi hjá mér. Það var heldur ekkert að mér líkamlega. Ég skil þess vegna ekki af hverju ég var ekki betra en menn sáu. Ég var ekki einu sinni hálfur maður á vellinum. Þetta var lélegt HM og ég á sætti mig mjög illa við það hvernig mér og okkur gekk."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×