Enski boltinn

Kári hafði betur gegn Jóhannesi Karli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári Árnason.
Kári Árnason.

Kári Árnason og Jóhannes Karl Guðjónsson voru báðir í byrjunarliðum sinna liða er þau mættust í ensku C-deildinni í dag. Lið Kára, Plymouth, hafði betur gegn Jóhannesi og félögum í Huddersfield. Lokatölur 2-1 fyrir Plymouth.

Mikilvægur sigur hjá Plymouth sem er í harðri botnbaráttu á meðan Huddersfield er í efri hlutanum.

Ármann Smári Björnsson spilaði síðustu 26 mínúturnar fyrir Hartlepool í dag er það gerði jafntefli, 2-2, gegn Bristol Rovers.

Huddersfield er í fimmta sæti deildarinnar, Hartlepool því sautjánda og Plymouth nítjánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×