Enski boltinn

Macheda lánaður til Lazio

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Lazio hefur náð samkomulagi við Man. Utd um lán á ítalska framherjanum Federico Macheda. La Gazzetta dello Sport segir að leikmaðurinn fari í janúar og að Lazio geti keypt hann í lok leiktíðar.

Hann virðist því ekki eiga neina framtíð á Old Trafford sem veldur eflaust mörgum vonbrigðum enda lofaði strákurinn mjög góðu.

Macheda kom einmitt til United frá Lazio og er því í raun kominn heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×