Enski boltinn

Newcastle neitar fréttum um Geremi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Geremi í leik með Newcastle.
Geremi í leik með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Enska B-deildarfélagið Newcastle hefur neitað þeim fregnum að Geremi sé farinn frá félaginu þó svo að tyrkneska félagið Ankaragücü hafi tilkynnt að hann væri orðinn leikmaður félagsins.

Geremi fór til Tyrklands í gær og var formlega kynntur stuðningsmönnum Ankaragücü.

Fregnir þess efnis að Geremi væri farinn til Tyrklands birtust í gærmorgun en forráðamenn Newcastle töldu að hann hefði farið til Angóla til að taka þátt í undirbúningi landsliðs Kamerún fyrir Afríkukeppnina sem hefst síðar í mánuðinum. Svo virðist sem að hann hafi stoppað í Tyrklandi á leiðinni.

Geremi kom til Newcastle í júlí árið 2007 og hefur skorað þrjú mörk í 54 leikjum með félaginu. Hann hefur áður leikið með Real Madrid, Chelsea og Middlesbrough.

Hann hefur lítið fengið að spila að undanförnu en er lykilmaður í landsliði Kamerún með meira en 100 landsleiki að baki.

„Geremi er enn leikmaður Newcastle," sagði í yfirlýsingu frá enska félaginu í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×