Enski boltinn

John Terry: Við áttum að vinna þennan leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry, fyrirliði Chelsea.
John Terry, fyrirliði Chelsea. Mynd/Nordic Photos/Getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, var ekki sáttur eftir 1-1 jafntefli á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á White Hart Lane í kvöld.

„Við áttum að vinna þennan leik. Við vorum samt farnir að líkjast sjálfum okkur eins og við spiluðum í seinni hálfleik," sagði Terry í viðtali við BBC.

„Það hefur vantað upp á ástríðuna hjá okkur að undanförnu en vonandi er það að breytast. Það bíða okkar tveir risaleikir og þetta lítur allt betur út hjá okkur núna," sagði Terry.

„Það er enginn af efstu liðunum almennilega komið í gang og er við komust á skrið yfir jólin þá eigum við möguleika á titilinum," sagði Terry.

Chelsea er í 4. sætinu með 30 stig, tveimur stigum á eftir toppliðum Arsenal og Manchester City og einu stigi á eftir Manchester United sem á reyndar tvo leiki til góða, annan þeirra á móti Arsenal á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×