Fótbolti

Ólafur gæti fengið U-21 árs leikmenn eftir allt saman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eggert Gunnþór gæti leikið gegn Portúgal.
Eggert Gunnþór gæti leikið gegn Portúgal.

Svo kann að fara að KSÍ gefi eftir í málefnum U-21 árs og A-landsliðsins í knattspyrnu og leyfi Ólafi Jóhannessyni, A-landsliðsþjálfara, að velja einhverja af U-21 árs leikmönnunum í A-liðið.

Í skoska blaðinu Scotsman í dag er fjallað um málið og sagt að einhverjir leikmenn U-21 árs liðsins verði hugsanlega eftir í Reykjavík þegar fyrri leik U-21 árs liðsins er lokið og spili svo með A-liðinu gegn Portúgal.

"Það er mögulegt að einhverjir af U-21 árs strákunum spili með A-liðinu og Eggert Gunnþór Jónsson gæti verið einn af þeim," segir Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, við skoska blaðið.

"Það er ekkert staðfest í þessum efnum en þjálfarar liðanna vinna að lausn málsins. Lokaákvörðunin liggur hjá þjálfurunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×