Enski boltinn

Heiðar hetja QPR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heiðar er sjóðheitur þessa dagana.
Heiðar er sjóðheitur þessa dagana.

Heiðar Helguson var hetja QPR í ensku B-deildinni í dag er liðið vann dramatískan sigur á Crystal Palace, 1-2.

QPR lengi vel yfir en Palace jafnaði einni mínútu fyrir leikslok. Þá var komið að Heiðari að tryggja QPR sigur á elleftu stundu.

Aron Einar Gunnarsson var síðan í byrjunarliði Coventry gegn Hull en sá leikur endaði markalaus. Aron aldrei þessu vant ekki á skotskónum fyrir Coventry en hann er markahæsti leikmaður Coventry í vetur.

QPR er sem fyrr á toppi deildarinnar en Coventry er í níunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×