Enski boltinn

Reading vann Coventry örugglega

Elvar Geir Magnússon skrifar
Aron Einar var eini Íslendingurinn í byrjunarliði í ensku 1. deildinni í dag.
Aron Einar var eini Íslendingurinn í byrjunarliði í ensku 1. deildinni í dag.

Heiðar Helguson lék ekki með Watford sem gerði jafntefli við West Brom í ensku 1. deildinni í dag. West Brom er á leið upp í úrvalsdeildina á ný en Watford er í fallbaráttu.

Brynjar Björn Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson komu inn á sem varamenn í síðari hálfleik þegar Reading sigraði Coventry örugglega 3-0. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Coventry og krækti sér í gult spjald.

Reading er í tólfta sæti en Coventry í fjórtánda. Ívar Ingimarsson, Emil Hallfreðsson og Kári Árnason voru ekki í eldlínunni í dag vegna meiðsla.

Barnsley 2 - 2 Peterborough U.

Blackpool 2 - 0 Doncaster R.

Crystal Palace 3 - 1 Preston North End

Derby County 1 - 3 Ipswich T.

Leicester C. 4 - 0 Queens Park R.

Plymouth Argyle 0 - 2 Middlesbrough

Reading 3 - 0 Coventry C.

Sheffield W. 0 - 1 Bristol C.

Swansea C. 3 - 0 Scunthorpe U.

Watford 1 - 1 West Bromwich A.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×