Umfjöllun: Baráttusigur FH á botnliði Grindvíkur Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. maí 2010 18:30 Atli Viðar Björnsson í leik með FH. Mynd/Stefán FH vann í kvöld 2-1 sigur á Grindavík eftir að hafa lent marki undir snemma leiks. Grindavík er fyrir vikið enn stigalaust á botni deildarinnar. Ljóst var fyrir leikinn að mikið lá undir. Grindavík hafði tapað fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en FH, sem voru spáð titilbaráttu fyrir tímabilið, sat þremur sætum ofar með fjögur stig úr fjórum leikjum. Leikurinn var hinsvegar ekki fjörugur þrátt fyrir þrjú mörk í fyrri hálfleik. FH byrjaði leikinn betur, pressaði hátt á Grindvíkingana sem náðu litlu spili fram. Það var því gegn gangi leiksins þegar Grétar Ólafur Hjartarsson skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning Jósefs Kristins og Giles Mgbang Ondo. FH-ingar héldu áfram að pressa og sköpuðu sér nokkur hálffæri en þó engin afgerandi. Þeir náðu þó að skora á 33. mínútu og var þar að verki Matthías Vilhjálmsson eftir hornspyrnu Atla Guðnasonar. Stuttu seinna þurfti Marko Valdimar Stefánsson að fara af velli eftir þungt höfuðhögg við skallaeinvígi í teig Grindvíkinga og var hann fluttur burt á sjúkrabíl í hálfleik FH náði svo að skora aftur rétt fyrir hálfleik en þar var að verki Atli Viðar Björnsson eftir mistök í vörn Grindvíkinga. Hjörtur Logi Valgarðsson átti fyrirgjöf inn í teiginn þar sem Alexander Magnússon misreiknaði boltann og fékk hann yfir sig. Þar beið Atli Viðar, lék á einn varnarmann og skoraði framhjá Rúnari Dóri. FH varð því komið með nokkuð sanngjarna 2-1 forystu þegar flautað var til hálfleiks. Lítið gerðist í seinni hálfleik. FH-ingar voru þó líklegri til að bæta við seinna markinu og var Atli Guðnason hættulegur á vinstri kantinum og Matthías Vilhjálmsson hættulegur fyrir framan markið. Það mátti oft litlu muna og varði Rúnar til að mynda vel skalla Matthíasar í slánna. Þá átti Atli Viðar skalla að marki en boltinn endaði ofan á þaknetinu. Leikurinn endaði því 2-1 fyrir FH og lyfta Hafnfirðingar sér því upp fyrir Stjörnuna en aðeins eitt stig skilur að liðin í öðru til áttunda sæti.FH - Grindavík 2-1 0-1 Grétar Ólafur Hjartarson (12.) 1-1 Matthías Vilhjálmsson (33.) 2-1 Atli Viðar Björnsson (43.) Áhorfendur: ÓuppgefiðDómari: Þorvaldur Árnason 6Skot (á mark): 12-3 (6-2)Varin skot: Gunnleifur 1 - Rúnar Dór 4Horn: 7-1Aukaspyrnur fengnar: 12-13Rangstöður: 0-2FH (4-4-2): Gunnleifur Vignir Gunnleifsson 5 Guðmundur Sævarsson 6 Tommy Fredsgaard Nielsen 5 Pétur Viðarsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Atli Viðar Björnsson 6 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Bjarki Bergmann Gunnlaugsson 5 (70. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5) Atli Guðnason 7 Matthías Vilhjálmsson 7 - maður leiksins Torger Motland 5 (81. Jacob Neestrup -)Grindavík (4-5-1): Rúnar Dór Daníelsson 5 Ray Anthony Jónsson 6 Auðunn Helgason 6 Marko Valdimar Stefánsson 5 (38. Loic Mgbang Ondo 5) Alexander Magnússon 5 (75. Óli Baldur Bjarnason -) Scott Mckenna Ramsay 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Grétar Ólafur Hjartarson 6 (75. Matthías Örn Friðriksson -) Gilles Daniel Mgbang Ondo 6 Leikurinn var í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins en lesa má lýsinguna hér: FH - Grindavík. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir: Við höfum oft sýnt karakter Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum sáttur að vera kominn aftur á sigurbraut eftir sigur á botnliði Grindvíkinga á Kaplakrika, 2-1. 31. maí 2010 22:36 Orri Freyr: Milan er nánast orðinn eins og húsgagn á svæðinu Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, var að vonum vonsvikinn þegar Grindavík tapaði sínum fimmta leik í röð í kvöld, nú 2-1 á Kaplakrika. Grindvíkingar sitja nú á botninum stigalausir. 31. maí 2010 22:44 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira
FH vann í kvöld 2-1 sigur á Grindavík eftir að hafa lent marki undir snemma leiks. Grindavík er fyrir vikið enn stigalaust á botni deildarinnar. Ljóst var fyrir leikinn að mikið lá undir. Grindavík hafði tapað fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en FH, sem voru spáð titilbaráttu fyrir tímabilið, sat þremur sætum ofar með fjögur stig úr fjórum leikjum. Leikurinn var hinsvegar ekki fjörugur þrátt fyrir þrjú mörk í fyrri hálfleik. FH byrjaði leikinn betur, pressaði hátt á Grindvíkingana sem náðu litlu spili fram. Það var því gegn gangi leiksins þegar Grétar Ólafur Hjartarsson skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning Jósefs Kristins og Giles Mgbang Ondo. FH-ingar héldu áfram að pressa og sköpuðu sér nokkur hálffæri en þó engin afgerandi. Þeir náðu þó að skora á 33. mínútu og var þar að verki Matthías Vilhjálmsson eftir hornspyrnu Atla Guðnasonar. Stuttu seinna þurfti Marko Valdimar Stefánsson að fara af velli eftir þungt höfuðhögg við skallaeinvígi í teig Grindvíkinga og var hann fluttur burt á sjúkrabíl í hálfleik FH náði svo að skora aftur rétt fyrir hálfleik en þar var að verki Atli Viðar Björnsson eftir mistök í vörn Grindvíkinga. Hjörtur Logi Valgarðsson átti fyrirgjöf inn í teiginn þar sem Alexander Magnússon misreiknaði boltann og fékk hann yfir sig. Þar beið Atli Viðar, lék á einn varnarmann og skoraði framhjá Rúnari Dóri. FH varð því komið með nokkuð sanngjarna 2-1 forystu þegar flautað var til hálfleiks. Lítið gerðist í seinni hálfleik. FH-ingar voru þó líklegri til að bæta við seinna markinu og var Atli Guðnason hættulegur á vinstri kantinum og Matthías Vilhjálmsson hættulegur fyrir framan markið. Það mátti oft litlu muna og varði Rúnar til að mynda vel skalla Matthíasar í slánna. Þá átti Atli Viðar skalla að marki en boltinn endaði ofan á þaknetinu. Leikurinn endaði því 2-1 fyrir FH og lyfta Hafnfirðingar sér því upp fyrir Stjörnuna en aðeins eitt stig skilur að liðin í öðru til áttunda sæti.FH - Grindavík 2-1 0-1 Grétar Ólafur Hjartarson (12.) 1-1 Matthías Vilhjálmsson (33.) 2-1 Atli Viðar Björnsson (43.) Áhorfendur: ÓuppgefiðDómari: Þorvaldur Árnason 6Skot (á mark): 12-3 (6-2)Varin skot: Gunnleifur 1 - Rúnar Dór 4Horn: 7-1Aukaspyrnur fengnar: 12-13Rangstöður: 0-2FH (4-4-2): Gunnleifur Vignir Gunnleifsson 5 Guðmundur Sævarsson 6 Tommy Fredsgaard Nielsen 5 Pétur Viðarsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Atli Viðar Björnsson 6 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Bjarki Bergmann Gunnlaugsson 5 (70. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5) Atli Guðnason 7 Matthías Vilhjálmsson 7 - maður leiksins Torger Motland 5 (81. Jacob Neestrup -)Grindavík (4-5-1): Rúnar Dór Daníelsson 5 Ray Anthony Jónsson 6 Auðunn Helgason 6 Marko Valdimar Stefánsson 5 (38. Loic Mgbang Ondo 5) Alexander Magnússon 5 (75. Óli Baldur Bjarnason -) Scott Mckenna Ramsay 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Grétar Ólafur Hjartarson 6 (75. Matthías Örn Friðriksson -) Gilles Daniel Mgbang Ondo 6 Leikurinn var í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins en lesa má lýsinguna hér: FH - Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir: Við höfum oft sýnt karakter Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum sáttur að vera kominn aftur á sigurbraut eftir sigur á botnliði Grindvíkinga á Kaplakrika, 2-1. 31. maí 2010 22:36 Orri Freyr: Milan er nánast orðinn eins og húsgagn á svæðinu Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, var að vonum vonsvikinn þegar Grindavík tapaði sínum fimmta leik í röð í kvöld, nú 2-1 á Kaplakrika. Grindvíkingar sitja nú á botninum stigalausir. 31. maí 2010 22:44 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira
Heimir: Við höfum oft sýnt karakter Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum sáttur að vera kominn aftur á sigurbraut eftir sigur á botnliði Grindvíkinga á Kaplakrika, 2-1. 31. maí 2010 22:36
Orri Freyr: Milan er nánast orðinn eins og húsgagn á svæðinu Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, var að vonum vonsvikinn þegar Grindavík tapaði sínum fimmta leik í röð í kvöld, nú 2-1 á Kaplakrika. Grindvíkingar sitja nú á botninum stigalausir. 31. maí 2010 22:44