Enski boltinn

Sir Alex: Er ekki að taka neina áhættu með Rooney

Elvar Geir Magnússon skrifar
Wayne Rooney meiddist fyrir viku.
Wayne Rooney meiddist fyrir viku.

Nú stendur yfir leikur Manchester United og FC Bayern í Meistaradeildinni. Wayne Rooney hefur jafnað sig af meiðslum undrafljótt og er í liði United.

Rétt fyrir leikinn tjáði Sir Alex Ferguson sig um Rooney og meiðsli hans.

„Meiðslin voru ekki alvarleg og og hann var ekki klár á laugardaginn. Þróunin síðustu tvo daga hefur hinsvegar verið ótrúleg. Í gærkvöldi stóð hann sig vel á æfingu. Eftir að ég fylgdist með þessari æfingu gerði ég upp hug minn," sagði Ferguson. „Það er ekki verið að taka neina áhættu. Liðböndin eru ekkert sködduð, þetta var bara smávægilegt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×